Fjölskyldulífið eins og það er í dag er heldur frábrugðið því sem var hér áður fyrr.
Nú telst nokkuð eðlilegt að fólk eignist börn utan sambands.
Karlmaður sem á fjögur börn með þremur konum telst nokkuð eðlilegt eða einstæð kona með þrjú börn á leið í hjónaband með þriðja manninum.
Það er bara dæmi, fjölskyldur í dag eru allavega en ég tek að minnsta kosti ekki mikið eftir fordómum hvernig sem þær eru.
Nú er einnig algengara að tveir pabbar eða tvær mömmur eignist börn sem mér persónulega finnst ekkert athugavert við.
Sem betur fer er auðvitað til fólk sem er með sínum maka alla tíð og á með honum börn, það er nú eflaust eitthvað sem flestir vilja en ekki allir svo heppnir með.
Manneskja sem á engin börn en er að hitta manneskju sem á börn getur verið snúið, stundum gengur það upp eins og í sögu en stundum tekur það tíma fyrir alla að venjast.
Barnlausa manneskjan þarf að sýna þolinmæði, því eins og eðlilegt er þá hefur manneskjan með barnið/börnin ekki allan heimsins tíma til að gera hitt og þetta með hinum aðilanum og þessi manneskja verður aldrei í fyrsta sæti enda eins og flestir foreldrar hafa sett sér eru börnin ávalt númer 1,2 og 3.
Foreldrið þarf að hugsa sig töluvert um því fæstir foreldrar vilja rugla í börnunum sínum með að eiga kærasta/kærustur á nokkra mánaða millibili og því er stapíll maki efstur á lista hjá hugsanlega flestum einhleypum foreldrum.
Manneskja með engin börn er heldur líklegri að láta reyna á samband ,,af því bara‘‘ því það skiptir kannski ekki öllu máli ef það gengur ekki upp þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu til fólk án barna sem hoppar ekki í samband.
Sá aðili þarf hinsvegar að vera hreinskilinn við sig og manneskjuna sem hann/hún er að hitta.
Það sem skiptir máli eins og við vitum foreldrar þá eru börnin okkar helsta stoltið sem við eigum í lífinu alveg sama hversu mikið við höfum afrekað.
Manneskjan sem við erum í ,,sambandi‘‘ með veit hugsanlega ekki hvernig best er að haga sér í sambandi við barnið/börnin. Það getur verið hálf furðulegt að spyrja endalaust um barn manneskjunnar sem þú ert að hitta og jafnvel sýna of mikinn áhuga til að byrja með en það getur líka verið frekar glatað að manneskjan nefnir ekki barnið þitt eða snýr útúr leið og það berst í tal.
Því mögulega ef fólk er að hittast og skoða hvort það sé eitthvað þarna sem gæti leitt ykkur saman þá verður þessi aðili stór hluti af barninu. Stjúpforeldar gegna nefnilega mjög mikilvægu hlutverki barnsins.
Ég mæli með því að fólk spyrji og það þarf ekki að skammast sín fyrir það, því foreldrar ættu alveg að vera með á hreinu hvernig þeir vilji hluti í sambandi við barnið og skilja það að hinn aðilinn fæddist ekki með gráðu í því að umgangast annarra manna börn.
Það fer svolítið eftir því á hvaða aldri barnið er en hugsa að það sé eðlilegt að leyfa barni og hugsanlega verðandi maka að hittast þegar sambandið er komið á góða leið því vissulega þarf hinn aðilinn líka að venjast rétt eins og barnið og kynnast almennt.
þegar fólk á börn þá eru sambönd nefnilega enginn leikur lengur og barnlausi aðilinn þarf einmitt að bera virðingu fyrir því og virðingu fyrir barninu.
Það er ekki gott fyrir neitt barn að manneskjur séu að hoppa inn og út úr lífi þess.
Makinn þarf líka að vera hreinskilinn við sjálfan sig því það eru ekki allir sem geta hugsað sér að verða stjúpforeldrar, sumir vilja reyna en sjá svo hreinlega ekki fram á að geta gengt þessu hlutverki og því nauðsýnlegt að vera hreinskilinn við sjálfan sig og hina manneskjuna.
Fyrst og fremst þurfa báðir aðilar að vera virkir í að tala saman og tjá hvort öðru hugsanir sínar og jafnvel áhyggjur ef þær eru.
Því ef fólk ætlar svo að vera saman og jafnvel fara að búa saman þá þarf þess svo sannarlega enda þessi maki farinn að taka ákvarðanir með þér í sambandi við heimilið og barnið.
Það er öðruvísi að tveir barnlausir aðilar séu að hittast og skoða hvort úr verði samband eða fólk sem á bæði börn eða annar aðilinn og það þurfa allir að bera virðingu fyrir því, sambandið þarf að vera pottþétt og á réttum forsemdum beggja aðila.