Smoothie-drykkir og ávaxasafar eru álitnir vera „nýja hættan“ í baráttunni við offitu.
Vísindamennirnir tveir sem sögðu frá að óhemju mikill sykur væri í gosdrykkjum mótmæla fullyrðingum framleiðenda ávaxtadrykkja um að þeir séu óhemju hollir og segja það tóma vitleysu enda sé í þeim jafnmikið af sykri og í sama magni af kóki. Framleiðendur fullyrða að í einni flösku af ávaxtadrykkjum fái fólk jafngildi sex appelsína en í sannleika fái fólk ekkert af þeirri hollustu sem fæst við að borða eina appelsínu, einnig er talað um að þegar fólk fær sér ávaxtasafa sem inniheldur kannski 6 appelsínur hafi það engin áhrif á matarlyst þeirra, ef fólk hinsvegar borðar ávexti hafa þeir seðjandi áhrif.
Nú er orðin mikil tíska að drekka ávaxtadrykki og smoothie drykki og víða hafa þeir leyst gosdrykkina af hólmi og eru taldir heilsudrykkir.
Dr. Popkin sem er prófessor í næringarfræði við háskólann í N-Carolina segir í samtali við DailyMail að á síðustu árum hafi Coca-Cola fyrirtækið náð að kaupa og komast yfir lítil fyrirtæki um allan heim sem hafa framleitt smoothiedrykki og ávaxtasafa. Svo setja þeir drykki sem slíka á markaðinn og segja fólki að í þeim séu 5 daglegir skammtar af ávöxtum og grænmeti.
Popkin vill reyna að gefa fólki daglega 5 góð ráð um mataræðið. Að drekka ávaxtadrykki/smoothie (úr flösku) breytir engu um næringu okkar en ef við borðum eina appelsínu breytir það heilmiklu. Úr flöskudrykkjum fáum við álíka mikinn sykur og úr 4-6 appelsínum eða einni stórri kók. Þetta blekkir fólk.
Popkin og Bray sögðu frá hættunni sem fylgir gosdrykkjum vegna hins mikla sykurs sem í þeim er. Þeir sýndu fram á að gosdrykkjan á öllum tímum sólarhrings væri aðalástæðan fyrir sífellt aukinn fitu á fólki í hinum þróuðu löndum.
Nú þegar fólk er farið að drekka aðra sæta drykki er hættan alveg sú sama.
Það er alveg sama hvað sykurinn heitir og hvaðan við fáum hann, áhrifin á heilsu okkar eru nákvæmlega þau sömu, segja þessir næringafræðingar.
Kína hefur sett á markaðinn mikið magn af eplaþykkni sem þeir segja að sé ódýrasta sætuefni sem fáanlegt er. Þannig er farið fram hjá takmörkunum á sykurinnflutningi sem mörg lönd hafa nú.