Eru Ben Affleck og Jennifer Garner að taka saman aftur?

Þó Ben Affleck sé tiltölulega nýfráskilinn sást fara mjög vel á með honum og barnsmóður sinni í „paintball“ leik með syni þeirra, Samuel.

Ben sást taka utan um mitti Jennifer á meðan hún einbeitti sér að því að skjóta með málningarbyssunni. Hann dró Jennifer að sér og það virtist ekki vera Jennifer neitt á móti skapi.

Tilefni „paintball“ leiksins var að Samuel var að fagna 13 ára afmæli sínu með vinum sínum og þau foreldrarnir fylgdu auðvitað með.

Sjónarvottar segja að Ben hafi brosað út að eyrum í öllum samskiptum við Jennifer og mjög vel hafi farið á með þeim.

Heimildarmenn segja að þau hafi alla tíð verið náin en hafi orðið enn nánari eftir að Ben og J Lo hafi skilið.

SHARE