„Ég ætla að tala um börnin í dag. Það sem skiptir mig mestu máli eru þessi krakkarassgöt sem ég á og við erum oft dálítið gjörn á að monta okkur af þeim,“ segir Sigga Kling.
„Ég var að monta mig af börnunum mínum við endurskoðandann minn og hann spurði mig: „Eru þetta góð börn Sigga?“ og þá fór ég að hugsa að þetta er það eina sem skiptir í raun og veru máli, hvort að börnin okkar séu góð börn. Ertu þau góð við dýr, eru þau góð við menn?,“ segir Sigga í byrjun þessa myndbands.
Sigga er líka að benda á að allir eru ekki jafn heppnir með börnin sín og við þurfum að gæta hófs í montinu.