Eru egg óholl fyrir okkur?

Í rannsóknum hefur komið fram að í eggjum og nautakjöti er efni sem veldur því að bakteríur í þörmunum mynda efnasambönd sem ef til vill geta valdið hjartasjúkdómum.   

Svo virðist vera sem fæðan sem við neytum sé ekki eini áhættuþátturinn varðandi hjartasjúkdóma. Þarmabakteríurnar sem sjá um meltinguna eiga þarna líka hlut að máli og þar koma eggin við sögu.  Lesitín sem mikið er af í eggjarauðum getur haft áhrif á þarmabakteríurnar og aukið hættu á að fólk fái hjartasjúkdóm.  Í rauðu kjöti er efnið karnitín sem hefur áhrif á bakteríugróðurinn og þær mynda efnasambönd sem talið er að geti valdið hjartasjúkdómum. Einnig er talað um að mikil neysla á eggjum gæti stíflað æðarnar í líkamanum og ein rannsókn sýndi fram á það að það gæti verið svipað að neyta eggja í of miklu magni og að reykja.  Í eggjum er mikið kólestoról sem oft hefur verið tengt við hjartasjúkdóma. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á því að á þessu eru misjafnar skoðanir og aðrar rannsóknir telja að þetta sé ekki rétt.

Rannsóknir á úrvinnslu líkamans á þessum efnum skipta miklu máli því að þær gefa rannsóknum á mataræði fólks alveg nýja vídd. Hvað ef þarmabakteríur eru aðalsökudólgarnir þegar kemur að hjartasjúkdómum?

Í einni rannskón sem gerð var hér er talað um eggjaát geti verið slæmt.

Hér er talað um að egg geti verð jafn slæm og reykingar.

Hér er svo önnur grein sem birt var í Washington post um egg.

Hér getur þú séð grein sem segir að egg séu ekki slæm fyrir hjartað og kostina við það að borða egg.

Vísindamenn gætu í framtíðinni þróað lyf sem kæmi í veg fyrir að þarmabakeríurnar myndi nefnd efni í þörmunum og yrði það alveg ný leið til að takast á við hjartasjúkdóma.

 

 

Fullyrðingar settar fram í þessari grein eru ekki endilega skoðanir ritnefndar www.hun.is  Ritnefndin fylgir ekki neinni einni stefnu í heilbrigðismálum og  hvetur fólk til að leita læknis ef minnsti grunur er um hjartasjúkdóm.   

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here