Eru Kendall Jenner og kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton nýtt par?

Nýjustu fregnir herma að ofurfyrirsætan Kendall Jenner og kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton séu að stinga saman nefjum. Þau hafa eytt miklum tíma saman undanfarið og sást til Kendall hvetja sinn mann áfram í Mónakókappakstrinum um helgina.

Sjá einnig: Kendall Jenner: Lét henda Amber Rose út úr partíi á Coachella

2909CCE200000578-3096940-image-a-75_1432618678644

Á sunnudag tóku glöggir aðdáendur ofurfyrirsætunnar eftir því að hún bar gullkeðju um hálsinn sem er í eigu Hamilton.

291260F400000578-3096940-image-a-73_1432618659660

Sagt er að móðir Kendall, Kris Jenner, eigi einhverja aðild að máli. En hún er víst ákaflega spennt fyrir því að fá Hamilton sem tengdason.

Sjá einnig: Kendall Jenner: ,,Kylie er bæði drusluleg og fáránleg“

SHARE