Eru Orlando Bloom og Katy Perry trúlofuð?

Á flokksþingi Demókrataflokksins í síðustu viku mátti sjá söngkonuna Katy Perry skarta stórum demantshring á vinstri hendi. Orðrómur þess efnis að söngkonan hafi trúlofast kærasta sínum, leikaranum Orlando Bloom, hefur því verið ansi hávær undanfarna daga. Getgátur hafa jafnvel verið á lofti um að Orlando hafi stokkið til og trúlofast Katy eftir að hans fyrrverandi, fyrirsætan Miranda Kerr, opinberaði trúlofun sína við Evan Spiegel á dögunum.

Sjá einnig: Nú verður Katy Perry ekki kát – Orlando og Selena í faðmlögum

orlando-bloom-katy-perry-1

Talsmenn parsins hafa ekki enn tjáð sig um málið.

SHARE