Eru þetta alveg eðlileg vinnubrögð hjá lögreglunni? – Myndband

Hvað finnst þér?

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir:

„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi.

Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.

Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa,“ segir á vef Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

SHARE