Það er mikið verið að nota myndir af konum í stærri stærðum og konum sem ekki er búið að „photoshop-a“ í auglýsingar nú á dögum og oftar en ekki er talað um þær sem ALVÖRU konur. Ég er reyndar persónulega ekki sátt við að nota það orð fyrir konur því mér finnst allar konur vera alvöru konur. Er það ekki rétt?
En nóg um það. Nú bað The Sun, fjóra venjulega karlmenn um að endurgera módelmyndir sem frægir menn hafa setið fyrir á.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þeir nú bara mjög flottir þessir gaurar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.