Þegar við horfum á kindur sem eru af erlendu bergi brotnar, eigum við það til að líta á okkar eigið sauðfé og finnast það vera afar fagurt. Lafandi eyru, langur dindill og ófríð fés er það helsta sem við sjáum og í samanburði við íslensku kindina eru þær bæði fyndnar og ljótar í senn.
Sjá einnig: Sérðu kindurnar á myndunum?
Til er þó tegund af kindum sem ber af hvað varðar krúttleikann og þær koma upprunalega frá Swiss. Tegundin heitir Valaise svartnefja kind og eru þær með svört andlit, eyru, klaufar og hné, horn þeirra skaga þvert út frá höfði þeirra og ullin er síð og hvít.
Hrikalega krúttlegar kindur!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.