Eruð þið hætt að stunda kynlíf? 10 ráð til að endurvekja neistann

Ert þú í kynlífslausu hjónabandi/sambandi? Ef svo er, þá ertu ekki sú/sá eina/i. Nýlegar rannsóknir sýna að allt að 25 til 50 prósent fólks í Ameríku eru í kynlífslausu hjónabandi/sambandi, en þegar talað er um kynlífslaust hjónaband/sambandi er miðað við að stundað sé kynlíf sjaldnar en 10 sinnum á ári. Mörg pör eru alveg í skýjunum ef þau ná einu sjóðheitu kynlífi í mánuði. Svo eru önnur pör sem hafa ekki stundað kynlíf í mörg ár. Það eru því eflaust miklu fleiri í kynlífslausum hjónaböndum en nokkur vill kannast við.

Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að snúa þessu við og fara að stunda ánægjulegt kynlíf á ný. Hér eru tíu ráð frá Yourtango sem geta hjálpað þér að laga kynlífslaust hjónaband:

1. Gerðu þá skuldbindingu að laga sambandið þitt

Fyrsta skrefið í átt að því að breyta kynlífslausu hjónabandi er að skuldbinda sig í sameiningu til að gera það. Þetta er mikilvægasta skrefið og mun opna augu ykkar beggja. Langar ykkur bæði í erótískt samband aftur? Sama hversu langt er síðan þið voruð seinast kynferðislega náin, þá getið þið endurheimt erótísku tengslin ykkar, en aðeins ef þið viljið bæði.

Setjist niður og hefjið mjög heiðarlegt samtal um framtíð sambands ykkar. Langar ykkur að stunda kynlíf saman? Er kominn tími til að slíta sambandinu? Ef þið getið bæði sagt heiðarlega að þið viljið stunda kynlíf aftur, getið þið haldið áfram í næsta skref.

2. Sambandið þarf að „núlstillast“

Stundum geta atburðir í lífinu – eins og að eignast börn eða annast aldraða foreldra – minnkað kynlöngun og skapað svokallaða þurrkatíð. Í mörgum tilfellum byggist hægt og rólega upp gremja til hins aðilans sem þróast svo út í að kynlífið fer að dala. Skoðið ykkar hlut í þessu og verið heiðarleg um hvers vegna þið hafið fjarlægst hvort annað. Þið getið annað hvort gert þetta í einrúmi eða með fagaðila og legðu tilfinningar þínar á borðið. Þetta er ekki skemmtilegt skref að taka, en það er algjörlega nauðsynlegt til þess að halda áfram saman. Um leið og þið verðið heiðarleg um hvað heldur aftur af ykkur, getið þið haldið áfram og náð tengingu á ný.

3. Skapaðu kærleiksríkt og notalegt umhverfi

Nú kemur skemmtilegi hluti þess að laga kynlífslausa hjónabandið þitt. Fyrsta skrefið til að fá nándina til baka er að skuldbinda sig til að byggja upp ánægjulegan „kúltúr“ í sambandinu þínu. Hvert og eitt samband hefur ákveðinn „kúltúr“ sem hefur orðið til út frá því hvernig þið komið fram við hvort annað dagsdaglega. Setjið það í forgang að vera hlý, umhyggjusöm og kærleiksrík við hvort annað. Gefðu þér tíma til að elska og sinna maka þínum og vertu þakklát/ur þegar hann/hún gerir það sama fyrir þig. Þetta þurfa ekki að vera stórir hlutir. Að laga til í eldhúsinu eða hrósa makanum þínum getur verið mjög áhrifaríkt. Hvert augnablik af góðmennsku skiptir máli.

4. Nudd eykur nándina

Þegar þið hafið unnið í að vera góð og hlý hvort við annað í orði og umgengni er kominn tími til að tengja líkama ykkar saman aftur og byrja að uppskera ávinninginn af ástúðlegri snertingu. Snerting er öflugasta leiðin til að tengjast aftur eftir að hafa lifað í kynlífslausu hjónabandi. Nudd er fullkominn staður til að byrja. Taktu tíu mínútur í að gefa makanum þínum nudd. Svo getur maki þinn nuddað þig svo þið fáið bæði tækifæri til að gefa og þiggja ástríka, nærandi snertingu.

5. Kúrið ykkur saman og liggið nálægt hvort öðru

Þegar þið farið að finna fyrir ávinningnum af því að skiptast á að nudda hvort annað er um að gera að fara að gera tilraunir um meiri snertingu. Prófið að kúra ykkur saman nakin. Snerting líkama ykkar, húð við húð, hefur einhverskonar lækningarmátt. Snerting við húð losar um Oxýtósín, ástar- og tengslahormónið og eykur hamingju og friðsæld. Prófið að kúra saman nokkrum sinnum í viku, jafnvel einu sinni á kvöldi. Þetta þarf ekki að vera nema ein eða tvær mínútur, en það mun samt auka nánd og traust.

6. Nýttu þér fantasíur þínar

Þú ert sjálfstæð kynferðisleg vera. Kynhneigðin þín er raunveruleg og er hluti af þér. Þú verður að rækta og hugsa um kynhneigð þína óháð sambandi þínu. Þetta þýðir að þekkja sjálfa/n þig sem kynferðislega veru, stunda sjálfsfróun reglulega til að halda góðu sambandi við líkama þinn og eiga virkt fantasíulíf.

Fantasíurnar þínar eru þar sem þú lærir að þekkja sjálfa/n þig á kynferðislegan hátt. Ef það er langt síðan þú leyfðir þér að „fantasera“, taktu þér smá tíma og íhugaðu hverjar fantasíurnar þínar eru. Hvað eiga fantasíur þínar sameiginlegt? Leyfðu þér að hugsa um þær og leyfðu þér að finnast þær æsandi. Gefðu þér lausan tauminn og uppgötvaðu hvað það er í raun og veru sem kveikir í þér.

7. Segðu maka þínum hverjar langanir þínar eru

Eftir að hafa kannað kynferðislegar fantasíur þínar skaltu koma með stuttan lista yfir langanir þínar. Þær geta verið allskonar: fótanudd, kúra í sófanum, lengri kossar. Svo geta langanir þínar verið villtari: rassskellingar, kynferðisleg undirgefni eða kynlíf utandyra. Það sem er nauðsynlegt er að óskir þínar séu nákvæmar. Þegar þú getur nefnt nákvæmlega það sem þú vilt er miklu líklegra að þú fáir það. Deildu nákvæmum þrám þínum með elskhuga þínum og biddu þá að koma líka með sinn eigin lista.

8. Komið ykkur saman erótískt markmið

Flestir segja að kynlíf eigi ekki að vera markmiðatengt, en við erum ósammála. Markmið virka á öllum öðrum sviðum lífs okkar og það virkar líka að nota þau til að bæta kynlíf þitt. Ef þið komið ykkur saman um eitthvað markmið munuð þið hjálpast að við að standa við markmiðin og hjálpar ykkur að gera kynlífið ykkar að forgangsatriði.

Það er, eins og áður sagði, mikilvægt að vera nákvæmur í því að vera nákvæmur í erótískri markmiðasetningu. Eitt markmið gæti verið að hafa eina klukkustund á viku af kynferðislegri nánd, þar sem þið snertið hvort annað, kyssist og veitið hvort öðru unað. Annað markmið gæti verið að kanna nýja hluti í kynlífinu saman. Annað markmið gæti verið að stunda kynlíf með ljósin kveikt, en það getur verið erfitt fyrir marga.

Hver sem markmið ykkar eru, komið ykkur saman um eitt markmið og gefið ykkur mánuð til að vinna í því. Eftir einn mánuð getið þið svo breytt um markmið. Erótísk markmiðasetning getur verið mjög öflug leið til að samræma forgangsröðunina hjá ykkur og halda áfram að þróa kynlífið ykkar.

9. Spilaðu „þriggja mínútna leikinn“

Þegar ykkur finnst þið vera tilbúinn til að ganga aðeins lengra ættuð þið að prófa „þriggja mínútna leikinn“. Notaðu skeiðklukku, í símanum kannski, og stilltu tímann á 3 mínútur. Þá er önnur manneskjan í því hlutverki að biðja um eitthvað á meðan hinn veitir henni það sem hún vil. Þessi leikur lætur þig þurfa að hugsa hratt og finna hvað líkaminn þráir. Þú gætir beðið um þriggja mínútna nudd, eða þrjár mínútur af einhverjum gælum, eða þriggja mínútna samtal. Þú ræður í þínar þrjár mínútur en svo skiptið þið um hlutverk.

Mundu: þú getur alltaf hafnað beiðni maka þíns á kurteislegan hátt ef þú ert bara alls ekki í stuði fyrir það sem hann biður um. Þá er það samt undir þér komið að bjóða upp á eitthvað í staðinn. Svona leikur getur virst kjánalegur til að byrja með, en hann er mjög öflugt tól til þess að vinna í samskiptum ykkar.

10. Fagnaðu öllum framförum

Þegar þið byrjið að endurheimta nándina ykkar getið þið fundið fyrir stórum framförum og nýjum hæðum í svefnherberginu. Það getur tekið tíma en hvort sem það gengur hratt eða hægt, skuluð þið fagna öllum framförum. Láttu maka þinn vita að þú kunnir að meta metnaðinn til að laga kynlífið ykkar. Sýndu þakklætið þitt með líkamlegri snertingu, eða með orðum og haltu áfram að byggja upp nándina. Það getur hjálpað að minna hvort annað á að hversu langt þið hafið komist. Eftir sérstaklega ástúðlegan dag er gott að rifja upp: „Manstu þegar við snertum ekki hvort annað dögum saman? Ég er svo glöð/glaður með hvernig þetta er orðið núna.“


Sjá einnig:

SHARE