Tom Hanks og Rita Wilson eru komin til síns heima aftur eftir að hafa fengið Covid-19 úti í Ástralíu. Þau komu til Los Angeles í gærmorgun og Tom skrifaði á Twitter: „Hey allir… Við erum komin heim núna og, eins og allir í Ameríku, erum við í einangrun og forðumst félagskap annarra.“
Hjónin voru í Ástralíu til að Tom gæti undirbúið sig undir tökur næstu myndar sinnar. Þau fóru bæði að finna fyrir einkennum og voru bæði með veiruna og þurftu að fara í viku einangrun á spítala.
Sjá einnig: Fyrir og eftir Covid-19 – Myndir
Tom skrifað líka í færsluna: „Bestu þakkir til allra sem sáu um okkur í Ástralíu. Það var með þeirra leiðsögn og umhyggju sem við gátum komið aftur til Bandaríkjanna. Við Rita kunnum svo mikið að meta það. Hanx.“
Tom og Rita voru fyrstu stórstjörnurnar til að greina frá því að þau hafi smitast af veirunni.