Eva Mendes og Ryan Gosling eignast stúlku

Leikkonan Eva Mendes fæddi stúlku síðastliðinn föstudag en þetta er fyrsta barn hennar og kærasta hennar Ryan Gosling. Leikaraparið reyndi eftir bestu getu að halda því leyndu að Eva ætti von á sér en slúðurtímaritið OK! greindi frá því í júlí að hún væri komin sjö mánuði á leið.

Fyrr á þessu ári fór sá orðrómur af stað að Eva væri ólétt þegar hún neitaði að fara í gegnum röntgenskanna á flugvelli. Leikkonan var þó sjálf fljót að skjóta þær sögusagnir niður í viðtali við Ellen Degeneres í sjónvarpsþættinum Ellen. Hún sagði að eina ástæðan fyrir því að hún neitaði að fara í gegnum skannan væri vegna þess að henni þættu þeir hrollvekjandi þar sem starfsmenn sjá hana nánast nakta. Hún hafði því sagt við starfsmenn að hún væri ólétt til að losna undan því að fara í gegnum skannan.

Söngkonan Beyonce er sögð vera ólétt af barni númer 2 eftir að eiginmaður hennar Jay-Z söng um það á síðustu tónleikunum þeirra í París á föstudaginn. Ný mynd sem birtist á þriðjudaginn hins vegar er sögð draga þennan orðróm í efa þar sem myndin er af Jay-Z og Beyonce skálandi með kampavínsglös í hendi.

Slúðurheimurinn hefur þó ekki misst alla von um söngkonan sé ólétt þar sem engar staðfestar heimildir eru að í glasinu geymist áfengur drykkur né sést hún drekka úr glasinu. Fyrir eiga hjónin stúlkuna Blue Ivy en hún tilkynnti þá óléttu þegar hún flutti atriði á VMA tónlistarhátíðinni árið 2011. Það þykir þó líklegt að ef Beyonce sé ólétt verði það tilkynnt í HBO heimildamyndinni um tónleikaferðalagið þeirra On The Run sem verður sýnd á laugardaginn næstkomandi á HBO.

BxlD-cWIUAAnyss

SHARE