Öllu var til tjaldað á föstudagskvöldið þegar Kris Jenner hélt upp á 60 ára afmæli sitt. Þemað var Great Gatsby og sáu börnin hennar sex um að halda stuðinu gangandi.
Sjá einnig: Kim Kardashian birti óvart ,,ófótósjoppaða“ mynd af sér
Þær systur Kim, Kourtney, Khloé og Kylie voru klæddar í glæsilegan klæðnað í anda áratugarins sem var kallaður á ensku „the roaring 20s“. Það var þó yngsta systirin, Kylie Jenner, sem stal senunni í hálf gegnsæjum silfurperlukjól hannaðan af Youef Al-Jasmi. Seinna um kvöldið skipti hún síðan yfir í hvítan síðkjól.
Sjá einnig: Kylie Jenner stal senunni í afmælinu hennar Kendall Jenner
Undirbúningurinn tók nokkra mánuði en gestirnir voru hátt í 250. Sem dæmi má nefna mættu Chrissy Teigen og John Legend, Boy George, Melanie Griffith, Lisa Rinna og Kathy Hilton.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.