
Estefan Leó Haraldsson, Ezzi, er 21 árs og hefur upplifað margt á sinni stuttu ævi. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum og notar TikTok og Instagram til að miðla góðum boðskap til unga fólksins.
Í nýjasta þætti Fullorðins segir hann okkur frá þeim augnablikum sem hafa haft mest áhrif á hann.
„Ég lenti í líkamsárás og var alltaf svakalega óöruggur eftir það. Var alltaf að líta í kringum mig og fór að bera á mér vopn,“ segir Estefan en segir að honum hafi verið bent á að ef hann væri með hníf væri hann í meiri hættu, en hann hafi bara viljað líða eins og hann væri öruggur.
Ástæðuna fyrir líkamsárásinni segir Ezzi að hafi verið að hann hafi ætlað að vera hetja fyrir einhverja stelpu og svo hafi hann lent í umsátri þar sem nokkrir strákar börðu hann og spörkuðu í hann.
Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á þáttinn í heild sinni geturðu tryggt þér áskrift að streymistveitunni Brotkast hér.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.