Facebook kynnir nýja flört-hnappinn: Þorir þú að smella?

Nú er komin fram ný leið til að flörta á Facebook! Ekki fyrr hefur Facebook gefið þær stórkarlalegu yfirlýsingar að persónuvernd sé þeim efst í huga, fyrr en þeir læða inn skemmtilega lúmskri viðbót: Flört-hnappinum alræmda!

 

Hér að neðan má sjá hnappinn sem gerir notendum kleift að smella á lítinn “ASK” hnapp við hlið sambandsstöðu notenda – að því gefnu að ekkert sé skráð í reitinn “Hjúskaparstaða”.

 

 

facebook samband

 

Og hver er tilgangurinn með því að smella á “SPYRJA”, ef ekki nema til að kanna hvort viðkomandi sé til í tuskið? Hentugt, vandræðalegt og mjög einfalt. Þó gerir vefurinn þetta ekki alveg svo einfalt að láta músasmellinn nægja: Nei, þegar þú hefur smellt á hnappinn – þá sendir þú viðkomandi í kjölfarið bréf sem gæti litið einhvern veginn svona út …

 

 

ask brian facebook

 

Ekki hafa áhyggjur; það er afskaplega einfalt að svara. Þú sérð ekki “SPYRJA” hnappinn á þínum eigin prófíl – en þú færð aftur á móti fyrirspurn sem gæti litið einhvern veginn svona út:

 

 

svar brian facebook

Taktu eftir litla hakinu neðst í glugganum – en Facebook gefur þér þann valmöguleika að deila hjúskaparstöðu þinni aðeins með þeim sem lagði fram fyrirspurninga – eða öllum vinum þínum á vinalistanum. Þitt er valið.

Þorir þú að smella á hnappinn?

SHARE