Fáðu gjöf frá Ölgerðinni – Ölgerð Egils er 100 ára á þessu ári

Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári, hefur síðustu daga gefið öllum viðskiptavinum sínum veglega afmælisgjöf í fjölmörgum verslunum. Allir sem kaupa kippu af 2ja lítra Appelsín fá nefnilega 8 lítra af Pepsi í
 kaupbæti. Þannig vill Ölgerðin gefa öllum viðskiptavinum sínum góða gjöf með þökk fyrir samfylgdina í 100 ár.
Screen Shot 2013-12-19 at 10.30.56 AM

Hér eru Ólafur Kr. Guðmundsson framkvæmdastjóri Danól og Elísabet Einarsdóttir starfsmannastjóri að raða Appelsíni og Pepsi í körfur viðskiptavina.

Starfsfólk Ölgerðarinnar, með Andra Þór Guðmundsson, forstjóra, í broddi fylkingar, hefur síðustu daga staðið vaktina í verslunum meðan afmælistilboðið er í gangi og munu gera það út daginn í dag, en þá lýkur tilboðinu.
Starfsfólkið hefur hins vegar ekki aðeins verið í að afhenda gjafir, heldur hefur það hlaupið í ýmis störf eins og kerrusöfnun, vöruleit og jafnvel aðstoð við viðskiptavini.
Þannig kom starfsmaður í veitingadeild Ölgerðarinnar eldri manni til aðstoðar í gær sem féll fram fyrir sig með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar áverka. Til allrar hamingju eru slík viðvik þó sjaldgæfari en þau að rétta himinlifandi
 viðskiptavinum verslana auka glaðning í aðdraganda jólanna.
Screen Shot 2013-12-19 at 10.30.45 AM

Andri Þór Guðmundsson forstjóri og Friðjón Hólmbertsson framkvæmdastjóri Egils voru hressir í Bónus Smáratorgi á miðvikudaginn.

Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði og framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Þar starfa rúmlega 300 starfsmenn og velti fyrirtækið um 18 milljörðum króna. Helstu eigendur þess eru Auður 1 fagfjárfestasjóður og nokkrir stjórnendur fyrirtækisins.
SHARE