Fæðingarkvíði

Af hverju þurfa sumar konur hjálp?   

Áhætta, viðvörun og stuðningur

Flestar mæður vita  að þær gætu  fengið fæðingarþunglyndi. En er fólk meðvitað um fæðingarkvíða, sem er skyld röskun sem miklu  minna er vitað um?  

Athugum ábendingarnar og hvað hægt er að gera til hjálpar og stuðnings. 

Fæðingarþunglyndi er miklu þekktara en fæðingarkvíði sem þó er líklega miklu algengari.

Hvað er fæðingarkvíði? 

Fæðingarkvíði er greint sem sjúklegur kvíði sem hellist yfir konur innan árs frá því þær fæða. Kvíðinn getur snúist um algeng atriði og hann getur líka birst í ofsa kvíðaköstum og áráttu-þráhyggjuröskun (OCD). Kvíðaköst geta orðið til þess að konur einangrast svo að þeim finnst þær ekki geta farið út eða gert nokkurn hlut. Kona sem lendir í því að fá fæðingar OCD getur fengið yfir sig hugsanir sem henni finnast hræðilegar, t.d. þær að eitthvað hendi barnið eða að hún sjálf muni skaða barnið sitt.

Hverjar fá fæðingarkvíða?

Talið er að um það bil 6% barnshafandi kvenna og 10% kvenna sem búnar eru að fæða fái fæðingarkvíða. Um það bil 3-5% kvenna fá fæðingar OCD.  Þær sem hafa áður tekist á við kvíða eru í meiri áhættu og eins ef kvíði er mikill í fjölskyldunni. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að kvíði getur herjað á hvaða nýbökuðu móður sem er jafnvel þó hún sé ekki í áhættuhópi og hafi aldrei áður verið kvíðin.  Merki um fæðingarkvíða er t.d. stöðugar áhyggjur, ótti að eitthvað slæmt muni koma fyrir, órólegar og erfiðar hugsanir, svefntruflanir og lystarleysi. Kvíðinn getur líka valdið ógleði, hitaköstum, magaverkjum og svima.

 

 

Hvernig er fæðingarkvíði meðhöndlaður?

Ýmislegt er hægt að gera til að vinna á kvíðanum. Mælt er með að mæður borði vel, sofi eins mikið og þær framast geta og leiti hjálpar hjá maka sínum, vinum og fjölskyldu. Farðu vel með þig! Það er allt í lagi að biðja um hjálp og þú þarft að kunna að þiggja hjálp. Auk þessara þátta svara margar konur sem kljást við kvíða og ofsakvíða  samtalsmeðferð og lyfjum vel.

Hvernig geta mæður nálgast hjálp við fæðingarkvíða?

Nauðsynlegt er að leita sér faglegrar hjálpar t.d. hjá lækni sínum eða ljósmóður. Þú þarft stuðning. Fáðu hjálp ef erfiðlega gengur að hafa barnið á brjósti og það eykur á kvíðann. Víða eru stuðningshópar fyrir ungar mæður og það er gott að hitta konur sem hafa reynslu af því sem þú ert nú að reyna. Þú þarft ekki að þjást ein og ættir ekki að fara í felur með hvernig þér líður.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here