Fæðingarsvítan er að springa

Kim Kardashian hvílist nú í fæðingarsvítu sinni á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles. Kim fæddi son þann 5. desember síðastliðinn og fregnir herma að henni hafi borist svo mikið magn af sængurgjöfum að svítan sé að springa. Ekki hefur enn verið opinberað hvað Kanye West færði sinni heittelskuðu á sængina en slúðurmiðlar fluttu fréttir af því fyrr á árinu að Kim hefði óskað eftir því að fá demantshálsmen að andvirði rúmlega milljón dollara.

kim-kardashian-maternity-suit-presents-lead-2

Talið er að heimsbyggðin fái að sjá nýjasta meðlim Kardashian-fjölskyldunnar um jólin. Það er bara spurning hvar Kardashian-West hjónin kjósa að birta myndir af litla prinsinum.

SHARE