Agnes Eik Eldlilja Guðnadóttir – fædd inná baðherbergi 6.nóvember 2012
Guðni var í fríi þannig við röltum útí búð með skottuna (Bergrós, 2 ára síðan í júní)
Keyptum fullt af kexi, sítrónu köku, gos og fleira nart ef ég skyldi fara af stað bráðum og til þess að hafa kósí um kvöldið
Var búin að vera með samdrætti á kvöldin í einhverja viku.
Guðni fór kl 9 að reyna að svæfa Bergrósu en hún neitaði að fara að sofa, streittist á móti og vildi ekki liggja, sem er alls ekki líkt henni – hún fer alltaf bara strax að sofa, sérstaklega ef hann situr hjá henni.
Eftir aðeins meira en klukkutíma af svoleiðis bardaga fór ég inn til þeirra því ég var með óvenju mikla samdrætti, byrjaði í kringum 10 og það voru um 10 mín á milli
Leyfum Bergrósu að koma bara fram með okkur og Guðni byrjaði að fylla sundlaugina af vatni og ég labbaði um því það gerði samdrættina auðveldari, lét alltaf vita þegar verkirnir byrjuðu þannig Guðni gat tekið tímann á milli og Bergrós leiddi mig og labbaði með mér um golf.
Klukkan 11.08 hringdi Guðni í ljósuna því hríðarnar voru með 3 mín millibili og ég var byrjuð að gubba aðeins, ljósan sagðist ætla að flýta sér því það væri greinilega ekki langt eftir þar sem þetta var að ganga mjög hratt fyrir sig
Guðni var búinn að fylla sundlaugina og ég fór inná klósett að gubba, Bergrós kom með mér og strauk bakið á mér og sagði að þetta væri allt í lagi og alveg að verða búið.
Kallaði svo á Guðna þegar ég var búin að gubba því vatnið fór, útum allt baðherbergisgólf og ég gat ekki staðið upp því ég fann rembinginn vera að byrja að koma!
Hann kom því hlaupandi og ég sagði honum að hann yrði að taka á móti barninu því ljósan var ekki komin
Fyrsti rembingurinn kom og allur hausinn með honum, annar rembingurinn fylgdi svo nokkrum sekúndum seinna og búkurinn allur með honum og litli molinn fór beint í fangið á pabba sínum.
Lítil prinsessa kom í heiminn kl 11.28 um kvöldið, 50cm og 3700g, með blá augu og dökk brúnan lubba 😉
Guðni klippti naflastrenginn eftir að hann hætti að púlsa
Fór svo beint á brjósti og náði strax taki 1-2 mínútum eftir fæðinguna.
Ljósan kom svo 2-3 mínútum seinna, þegar við vorum komnar þrjár saman uppí sófa.
(ekki slæmt að geta staðið upp og labbað fram í stofu beint eftir að vera búin að fæða barn)