Krabbamein er nokkuð sem ekkert okkar vill upplifa, hvort sem það á við okkur sjálf eða aðra sem í kringum okkur eru. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að huga vel að heilsunni og vera meðvituð um það hvað við setjum ofan í okkur. Margar fæðutegundir innihalda ýmis efni sem geta bæði hjálpað okkur við að koma í veg fyrir myndun krabbameinsfruma eða unnið á móti því ef það er til staðar.
Sjá einnig: Hver eru einkenni ristilkrabbameins?
Mörg ensím, kóðun og prótín sem finnast í ónæmiskerfinu okkar geta eyðilagst vegna krabbameinsfrumna. Ónæmiskerfið okkar ætti að geta unnið á krabbameinsfrumum ef við einbeitum okkur að því að innbyrða vissar fæðutegundir.
1. Tumerik er kröftugt andoxunarefni. Nýleg könnun sýndi að túmerik getur komið í veg fyrir að meinvörp myndist. Það inniheldur bólgueyðandi- og andoxunareiginleika sem minnka bólgur og draga úr álagi.
2. Chlorella og spiurlina. Chlorella inniheldur karótenóíð sem getur komið í veg fyrir að krabbameinsfrumur myndist. Það jafnar eituráhrif í frumum og aðstoðar blóð þitt við að koma súrefni til frumna líkama þíns. Kabbameinsfrumur geta ekki lifað í súrefnisríkum frumum. Spirulina er rík af vítamínum, svo sem B, K, E, magnesíum, járni og fitusýrum og getur bætt ónæmiskerfið þitt. Rannsókn sem gerð var í Kína sýndi að spiurlina getur komið í veg fyrir vöxt brjóstakrabbameinsfruma.
3. Grænt te inniheldur efni svokallað epigallókatekín-3-O-gallati sem er kemur í veg fyrir að efni sem valda bólgu bindast frumum í vöðvafrumum og æðakerfinu.
Sjá einnig: 7 frábærir kostir við grænt te sem þú vissir kannski ekki
4. Grænmeti sem er sem er tengt við kálfjölskylduna, svo sem spergilkál, blómkál, grænkál, hvítkál, næpur og Collard greens. Slíkt grænmeti inniheldur mikið af steinefnum, vítamínum og efni sem heitir glucosinolates. Þessi efni breytast á þann hátt að þau breytast í mótefni við krabbameinsfrumum.
5. Hvítlaukur hefur verið notaður í aldanna raðir í læknisfræðilegum tilgangi. Hvítlaukur inniheldur diallyl súlfíð sem getur komið í veg fyrir fjölgun í frumulínum. Hann inniheldur alicin sem er kraftmesta andoxunarefni sem menn þekkja.
Sjá einnig: Lækkaðu blóðþrýstinginn með mat
6. Tómatar geta minnkað hættuna á að fá alls kyns krabbamein og hjartasjúkdóma. Tómatar innihalda mikið af heilsusamlegum efnum, sérstaklega caroteoids og lycopene, en carotenoid stuðlar að bólgueyðandi áhrifum.
7. Sjávargrænmeti svo sem arame, kombu, nori, hijiki, wakame innihalda mikið magn af magnesíum og kalki. Þau eru bólgueyðandi og með mikið af andoxunarefnum sem koma í veg fyrir ristilskrabbamein og aðrar tegundir af krabbameini.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.