Fæðutegundir sem hjálpa þér við að verjast geislum sólarinnar

Að borða vissar fæðutegunir geta virkilega hjálpað þér við að vernda húðina þína gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Það þýðir þó ekki að þú getur hætt að nota SPF sólarvörn í sumar, en ef þú blandar þessu tvennu saman verndar þú húð þína enn betur.

Galdurinn er andoxunarefni. Þau efni hjálpa til við að verjast sindurefnum, sem eru aðalástæðan fyrir til dæmis ótímabærri öldrun og öðrum húðvandamálum sem sólin getur valdið.

images (8)

Hér eru bestu fæðutegundirnar sem geta aukið vernd húðarinnar gegn útfjólubláum geislum:

1. Lax inniheldur mikið magn D-vítamíns, sem kemur í veg fyrir að húðfrumur okkar skemmist þegar þær eru beraðar fyrir sólinni. Lax er stútfullur af lífsnauðsynlegum fitusýrum (omega-3) sem eru góðar fyrir húðina þína og heila. Bólgueyðandi eiginleikar laxsins gera hann einnig að frábærrri vörn gegn húðvandamálum.

images (1)

2. Dökkt súkkulaði er einnig ríkt af andoxunarefnum sem hjálpa til við að vernda húðina gegn skemmdum og bruna vegna sólarinnar.

Sjá einnig: Pössum húðina í sólinni

images (5)

3. Grænt te er nokkuð sem við flest vitum að er gott fyrir okkur. Grænt te er fullt af efnum sem getur komið í veg fyrir myndun sortuæxla. Ekki gleyma að drekka grænt te yfir sumarið til að vernda húðina, drekktu einn bolla á dag.

images (4)

4. Tómatar eru ríkir af karótenóíð sem verndar húðina þína og hægir á öldrunareinkennum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef þú borðar tómata, getur húðin þín orðið minna viðkvæm.

images (6)

5. Bláber geta verndað húðina þína gegn útfjólubláum geislum vegna andoxunarefnanna sem í þeim eru. Þau geta einnig stuðlað að almennt heilbrigðaðri húð.

images (2)

SHARE