Fæðutegundir sem hraða fyrir öldrun húðar og líkama

Þegar maður fer að eldast þá fer maður gjarnan að hugsa meira um heilsuna og það hvað maður setur ofan í sig. Á vefsíðunni Huffington Post var gerður listi yfir fæðutegundir sem elda mann, útlitslega séð. Ansi áhugavert

Sykur

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að sykur lætur mann líta út fyrir að vera eldri. Þegar það er komið umfram magn af sykri í líkamann festir hann sig við kollagenin og þá verður húðin stíf og óteygjanleg og þegar húðin verður þannig koma djúpar hrukkur í húðina.

Transfita

Líkt og sykur þá gerir transfitan húðina stífa og óteygjanlega. Transfinan sest inn á stórar og smáar æðar og húðin verður ellilegri.

Salt
Salt þurrkar líkamann og þegar líkaminn þornar upp verður maður þreyttur og þá lítur maður að sjálfsögðu þreytulega út. Að auki getur of mikið magn af salti í líkamanum stuðlað að nýrnabilunum, háum blóðþrýsting og hefur áhrif á efnaskiptin.
Kaffi
Kaffi og koffeindrykkir þurrka einnig upp líkamann og láta mann líta þreytulega út.
Sætuefni
Sætuefni eins og aspartam geta valdið höfuð- og liðverkjum og auka sykurþörfina með fyrrgreindum afleiðingum.
Alkóhól
Ef þú drekkur mikið áfengi þurrkar þú líkamann upp sem veldur fyrrgreindum afleiðingum. Einnig veldur það því að húðin í andliti verður rjóð og oft á tíðum bólgin.
Orkudrykkir
Orkudrykkir skemma glerunginn á tönnum þínum átta sinnum hraðar en gosdrykkir og tennurnar verða gular.
Gosdrykkir
Gosdrykkir skemma að sjálfsögðu líka tennurnar en þurrka líka líkamann upp svo maður verður þreytulegur og grár.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here