Þetta myndbrot næst á GoPro myndavél en fallhlífastökkvari fær flogakast í miðju stökki. Sem betur fer sér sá sem er með myndavélina að eitthvað er í gangi og bregst rétt við.
„Eitt það hræðilegasta sem hefur hent mig í lífinu. Þann 14. nóvember þegar ég var í fallhlífarstökki, fékk ég flogakast í 9000 feta hæð. Í 30 sekúndur var ég í frjálsu falli. Sem betur fer skildi fallhlífarstökkskennarinn minn hvað var í gangi og spennti út fallhlífina mína í 4000 fetum“ sagði maðurinn á netinu.
Tengdar greinar:
Eldri kona „panic-ar“ í fallhlífarstökki – Þú trúir því ekki hvað gerist – Myndband
Fallhlífastökkvari missir skóinn sinn og annar reynir að ná skónum – Myndband
Tveir Íslendingar létust í fallhlífastökki í gær
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.