Í síðustu viku vann Egill Anton Hlöðversson ferð til Amsterdam með WOW air í Minute To Win It sem sýndur er á Skjá Einum. Sérstaka athygli vakti að þegar ljóst var að Egill hefði unnið ferðina spruttu félagar hans á fætur og fögnuðu með honum að sið Stjörnumanna sem öðluðust heimsfrægð fyrir óvenjuleg og skemmtileg fögn sín fyrir nokkrum árum, meðal annars „laxinn“ svokallaða sem þeir líktu eftir og sjá má hér.
Okkur lék forvitni á að vita meira um þessa skemmtilegu uppákomu og höfðum samband við Egil. „Við vorum ekkert búnir að æfa okkur nema bara svona 5 mínútur áður en við fórum upp á svið. Okkar langaði að gera sem mest úr þessu svo ég stakk upp á að taka Stjörnumennina sem fyrirmynd og strákarnir voru allir peppaðir upp að vera með í þessu.“
Voruð þið búnir að æfa fleiri Stjörnufögn ef þú hefðir komist lengra í þættinum?
„Við vorum búnir að æfa nokkur í viðbót til þess að fagna ef ég hefði komist lengra, t.d. keiluna.“
Ertu Stjörnumaður í fótboltanum?
„Nei, persónulega horfi ég ekki mikið á fótbolta en þegar ég tók mína törn þá var það Barcelona og spænska deildin.“
Þú vannst ferð fyrir tvo til Amsterdam með WOW fyrir að leysa þessa þraut og þið töluðuð um að þið ætlið allir að fara saman. Stendur það ennþá til?
„Já við ætlum allir að fara saman við fyrsta tækifæri. Það var ákveðið fyrir þáttinn að ef ég myndi vinna utanlandsferð þá myndum við fara eitthvað saman. Þetta verður bara skemmtilegt.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.