
Bjó til þenna holla og ótrúlega góða rétt. Mæli sko með þessu fyrir alla hvort sem þú ert grænmetisæta eða kjötæta.

Uppskrift:
400 g forsoðnar kjúklingabaunir
2 stk laukar, saxaðir
3 stk hvítlauksrif, pressuð
handfylli steinselja
2 tsk cumin krydd
¼ tsk cayenne pipar
salt og nýmalaður pipar
2 tsk sesamfræ



Uppskrift af sósu:
Tahini sósa ( ég bjó hana til og setti 1 bolla af sesamfræum, msk af olífuolíu. og smá salt í blandara)
2 stk hvítlauksrif
safi úr 1 sítrónu
120 g Tahini, (sesamsmjör)
½ tsk cumin krydd
salt eftir smekk
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og berið fram með falafel bollunum.

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið standa í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Búið til flatar bollur úr blöndunni og raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 25–30 mínútur.
Svo gerði í uppskriftina af glúten lausu Naan brauðunum og notaði það sem brauðið.
Gott er að hafa sýrðan rjóma með og fersk grænmeti og salat.
