Falleg fasteign til sölu á 165.000.000 milljónir við Túngötu í Reykjavík.

Þetta fallega hús við Túngötuna var byggt á árunum 1944-1947   Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt.  Einar hannaði einnig hús Hjálpræðishersins sem stendur á horninu á móti þessu fallega húsi á Túngötunni.  Ekki má gleyma gamla Borgarbókasafninu sem stendur við Þingholtsstræti 29A sem hann hannaði einnig.  Húsið á Túngötunni er byggt fyrir Gísla J. Johnsen konsúl og stórkaupmann á sínum tíma.  Húsið er aðeins 560fm og eru 3 íbúðir í því í dag og er falt fyrir litlar 165.000.000 milljónir.  En fasteignin þarfnast einhverra endurbóta, svo gott væri að eiga smá auka aur í það verkefni!

Risíbúð: 86,4 fm. Tvö góð svefnherbergi, eldhús/stofa í opnu rými. Salerni og baðherbergi eru aðskilin.

Aðalíbúð: 271,6 fm. íbúð ásamt 44 fm. bílskúr. Aðalinngangurinn er á 1.hæð og er hann sérstaklega tilkomumikill. Falleg forstofa og gestasalerni, nýlega uppgert. Á hæðinni eru tvö góð herbergi, arinstofa, lítið iðnaðareldhús, borðstofa og stofa.

Stigahúsið uppá 2.hæð er afar sjarmerandi. Á 2.hæðinni eru fjögur góð herbergi, geymsla og salerni.

Í kjallara er afar rúmgott herbergi, geymsla og þvottahús/baðherbergi.

Kjallaraíbúð:  102,3 fm. með sérinngangi. Tvö svefnherbergi, stór stofa, eldhús/borðstofa, baðherbergi og geymsla.

Gólfefni á stærstum hluta hússins er parket en einnig eru flísar, korkur og dúkur.

Á bakhlið hússins er stigahús þar sem er gengið inn í allar þrjár íbúðirnar og þar er einnig inngangur inn í húsið í gegnum fallegt port.

tun 5

tun7

tun10

tun11

tun12

Tun13

tun14

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here