
Fjólublái liturinn er ekki ýkja algengur í klæðnaði en skartar þó sínu fegursta í fallegum kjólum á stúlkubörn. Allvega ef marka má þessar ljósmyndir.
Mikið af þessum ljósmyndum eru teknar úr brúðkaupum með fjólubláu þema þar sem þernurnar hafa klæðst fjólubláu. Skemmtilegur innblástur fyrir ykkur sem stefnið á brúðkaup næsta vor eða sumar.
Þessar fjólubláu dúllusprengjur eru dásamlegar!