Fallega tískudúkkan Lammily fær ömurlega Photoshop yfirhalningu

Ekki fyrr er Lammily, heilbrigðasta tískudúkka sem hægt er að velja um fyrir ungar stúlkur og drengi í jólapakkana þetta árið, komin á markað en framleiðendur sleppa í loftið niðurdrepandi kynningarstiklu sem sýnir Lammily í meðförum Photoshop.

Myndbandið hefst að sjálfsögðu á skemmtilegu dúkkunni Lammily, sem HÚN kynnti til sögunnar fyrr í vikunni, í eðlilegum stærðarhlutföllum við tökur í myndveri en þegar myndvinnsluferlið hefst má sjá hvernig Lammily er umbreytt úr fallegri tískudúkku sem orkar heilbrigð ásýndar í niðurdrepandi eftirhermu af Barbie.

Myndbandið sem gefið er út í forvarnarskyni og má sjá að neðan felur í sér sterk skilaboð og lýsir í raun þeim ómanneskjulega þrýstingi sem fyrirsætur og aðrar konur í glimmerskreyttri veröld hátískubransans þurfa oft að þola til þess að líta þolanlega út í augum hins vestræna heims. Merkilegt nokk, þá lítur Lammily mun betur út áður en Photoshop kemur til sögunnar!

SHARE