BJ Barone og Frankie Nelson urðu nýlega þeirrar gæfu aðnjótandi að verða feður en þeir eignuðust lítinn dreng sem þeir nefndu Milo. Kanadískur ljósmyndari að nafni Lindsey Foster fylgdi þeim eftir þegar barnið fæddist og náði að mynda það þegar þeir fengu að halda á litla nýfædda barninu sínu í fyrsta skipti. Það var staðgöngumóðir sem gekk með barnið fyrir parið en þeir fengu egg frá annari konu. Staðgöngumóðirin, eiginmaður hennar, parið og tvær ljósmæður voru viðstödd fæðinguna sem tók margar klukkustundir en eftir hana tjáði staðgöngumóðirin sig um að hún væri mjög glöð að geta gefið þessa fallegu gjöf.
Myndirnar af þessari innilegu stund hafa snert margar hjartaræturnar eftir að þær voru birtar opinberlega. Foster var mjög snortin og þakklát að fá að vera viðstödd þetta ferli og sagði hún “Ég er alveg viss um að þessar myndir munu hjálpa fólki að finna fyrir þessari miklu ást og aðdáun sem allir fundu fyrir í garð staðgöngumóðurinnar og foreldra barnsins. Þessir pabbar munu örugglega vera frábærir foreldrar. Þegar ég skoða þessar myndir fæ ég samstundis tár í augun.”
Barone og Nelson fóru úr að ofan þegar þeir héldu á syni sínum í fyrsta skipti til að fá að upplifa húð-við-húð snertinguna sem við könnumst við hér á landi, en þetta er talið auka tengingu og róar nýfædda barnið. Snerting við húð foreldris og að fá að heyra hjartslátt þess er talið minnka streitu hjá barninu.
Eftir að myndirnar voru birtar sendu nýbökuðu foreldrarnir frá sér eftirfarandi skilaboð:
“Við erum svo heppnir að hafa eignast heilbrigðan lítinn dreng! Allar athugasemdir eru velkomnar, þó við verðum kannski ekki sammála þeim neikvæðu en þær jákvæðu munu vega mun meira en hin.
Allir hafa rétt á að hafa sína skoðun. Þessi stund sýnir eingöngu ást og umhyggju. Milo er umkringdur ást og hann mun alast upp vitandi að það eru til margar tegundir af fjölskyldum og hann mun læra að umbera alla (líka þá sem eru óþolandi)”
Barone og Nelson sögðu í lokin að ást er ekki háð lit, kyni eða kynhneigð og ástin er líka skylirðislaus.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.