Ef þú skælir ekki dálítið yfir þessu myndbandi ertu sennilega með hjarta úr steini. Ég vældi að minnsta kosti úr mér augun. Það þarf að vísu ekki mikið til, en það er önnur saga.
Dean Smith eyddi heilu ári í að undirbúa bónorð sitt. Í 365 daga tók hann upp örstutt myndskeið til þess að sýna Jennifer hversu mikið hann elskar hana. Úff, nú fer ég bara aftur að skæla.
Tengdar greinar:
Rómantískt bónorð – þvílík fyrirhöfn
Glæsilegt og óvænt bónorð – Myndband
Svona ættu öll ævintýri að enda- Bónorð í miðri leiksýningu
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.