Danska tímaritið Bo Bedre birti í vikunni umfjöllun um norskt sumarhús sem tímaritið segir vera eitt fegursta sumarhúsið í Skandinavíu.
Húsið er byggt inn í bratta hlíð og er með útsýni yfir fjörð sem ber nafnið Steinfjord og er norðan við Osló, höfuðborg Noregs. Útsýnið sem sumarhúsið býður upp á ætti því að geta róað hvaða manneskju sem er.
Sumarhúsið er ekki nema 75 fermetrar að stærð en eignin er björt og er hönnuð í nútímastíl og ætti því að vera draumadvalarstaður margra.
Tengdar greinar:
Sumarhús í skandinavískum stíl – Myndir
Íslenskt sumarhús í Wall Street Journal
Fallegt sumarhús í Svíþjóð
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.