
Hjá Pottery Barn Kids eru til alveg æðislegir límmiðar til að líma á veggi í barnaherbergjum. Þetta eru einfaldar en fallegar myndir sem gaman er að horfa á og gefa herbergjunum hlýlegan og ævintýralegan ljóma. Þessir límmiðar haldast líka vel á og flagna ekki af svo þú þarft ekki alltaf að vera að laga þá.
Það er ekki svo mikill munur á límmiðum fyrir stráka og stelpur en hérna eru nokkrar uppástungur að límmiðum í stelpuherbergið. Fylgist svo endilega með á næstu dögum því við munum birta líka límmiða fyrir blönduð herbergi.








Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.