Fallegt hús í Grafarvoginum með mikilli lofthæð – Myndir

Þetta fallega endaraðhús á Brúnastöðum í Grafarvogi er 210 fm. að stærð. Húsið er með mikilli lofthæð og er einstaklega vel skipulagt. Fimm svefnherbergi, tvö salerni, stofa og borðstofa. Eldhúsið er stúkað af frá opna rýminu með smekklegum hætti og innréttingarnar eru úr eik. Stærra baðherbergið er fallegt með gráum flísum og eikareining sem sést ekki víða umlykur vaskinn. Falleg húsgögn og málverk gera heimilið einstaklega snyrtilegt og fallegt.

Þessi vandaða fasteign er til sölu á rúmar 56 milljónir.

 

 

SHARE