Þetta fallega og vel skipulagða raðhús er í Melbæ í Árbænum. Húsið er 274,5 fermetrar, þar af 22,8 fermetra bílskúr.
Eignin er mikið endurnýjuð, er á þremur hæðum og er mjög vel skipulögð. Hún er björt og hefur fengið gott viðhald seinustu ár og er búið vönduðum innréttingum.
Sjá einnig: Glæsilegt einbýlishús í Mosfellsbæ
Forstofan er flísalögð og komið er inn í hol inn af forstofunni. Holið tengir saman eldhús, gestasalerni, stofu, vinnuherbergi og stigahol. Eldhúsið er sérlega rúmgott með flísum á gólfi.
Stofan er sérlega björt og rúmgóð en gengt er úr henni út á suðurpall og er öll fyrsta hæðin parketlögð fyrir utan eldhús, forstofu og gestasalerni.
Gengið er upp á efri hæðina perketlagðan stiga og uppi er lítið teppalagt hol sem tengir saman herbergin og baðherbergið. Hjónaherbergið er bjart og inn af því er gott fataherbergi.
Barnaherbergin eru 3, öll eru þau í góðri stærð, parket er á gólfum að utanskildu einu herbergjanna sem er með dúk. Baðherbergið er búið sturtu, baðkari og upphengdu salerni, ljósar flísar á gólfi og upp á veggi.
Í kjallara er komið niður í stórt fjölskylduherbergi strax á vinstri hönd. Þvottahúsið er mjög rúmgott. Tvær góðar geymslur eru einnig í kjallaranum.
Sjá allar myndir hér:
Nánari upplýsingar veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á hedinn@fastborg.is
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.