Fallegt: Sérsauma mjúkdýr eftir teikningum barna

Hvað gefur maður barni sem er skapandi í eðli sínu og elskar að teikna? Barni sem er hugfangið af kúrudýrum, býr yfir ríku ímyndunarafli og sleppir varla vaxlitum og teikniblokk úr höndum?

Hvernig væri að velja út eina teikningu úr safni barnsins, senda yfir hafið og panta sérsaumað leikfang sem er klæðskerasniðið eftir teikningu barnsins?

Ótrúlegt en satt; leikfangafyrirtækið Budsies gerir einmitt þetta; snýr litríkum teikningum barna upp í þrívíð leikföng og sendir til flestra heimshorna.

.

screenshot-www.buzzfeed.com 2014-11-26 18-10-44

.

Sjálft fyrirtækið er staðsett í Florida, Bandaríkjunum og á vefsíðunni segir að nær öllu myndefni barna sé hægt að umbreyta í dúnmjúk og hrífandi leikföng sem eru sérsaumuð, handpökkuð og send með pósti til viðtakanda.

.

grid-cell-5947-1416855250-4.

En það er ekki allt! Fyrirtækið gerir líka dúkkur eftir ljósmyndum og þannig er hægt að fá dúkku sem er eftirmynd ljósmyndar af ástvini eða hjartfólgnum vini.

.

screenshot-www.buzzfeed.com 2014-11-26 18-10-21

.

Sagan að baki Budsies er hrífandi, en þannig sagði Alex Furmansky, sem er eigandi og stofnaðili fyrirtæksins í viðtali við BuzzNews að kveikjan hafi verið teikningar 13 ára gamallar systur hans, sem hengdi iðulega eigin listaverk á ísskápinn, þar sem þau héngu í smá tíma áður en þau rötuðu ofan í kassa í geymslunni og höfnuðu að lokum úti í rusli.

Allra bestu teikningarnar hennar höfnuðu framan á ísskápnum en meira að segja fallegustu listaverkin fóru út í rusl að lokum. Það fannst mér svo mikil synd að á endanum tók ég eina teikninguna, hannaði mjúkdýr í þrívídd og afraksturinn er öllum kunnur í dag. Með því að umbreyta teikningunum í mjúkdýr langaði mér að veita listhneigðinni sem býr í flestum börnum eilíft líf.

Viðtal Alex við BuzzNews má lesa HÉR en vefsíða Budsies er HÉR

Hér að neðan má sjá fleiri sýnishorn af listaverkum barna sem hafa kviknað til lífs fyrir tilstilli Budsies í formi mjúkdýra:

.

longform-original-5982-1416854944-3

longform-original-3393-1416847179-22

longform-original-28546-1416846950-22

SHARE