Fallegt sumarhús í Svíþjóð

Í þessu fallega sumarhúsi sem staðsett er á lítilli eyju fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð fær einfaldleikinn að njóta sín til fullnustu. Bæði veggir og innréttingar eru úr krossvið sem gefur húsinu skemmtilegt yfirbragð og hlýju. Ódýrar og sniðugar lausnir eru hafðar í fyrirrúmi eins og t.d bekkurinn í stofunni sem hefur verið sérsmíðaður úr krossvið, sömuleiðis eldhúsinnréttingin sem er að hluta til höfð opin. Takið eftir baujunum sem hanga í loftinu á ganginum við eldhúsið.

Arkitekt: Johannes hjá Norlander Arkitektur.
Ljósmyndir: Rasmus Norlander.

Skjermbilde 2012-07-24 kl. 23.07.19

Skjermbilde 2012-07-24 kl. 23.07.32

house_moran_norlander_4-550x687

BRN-08

SHARE