Í þessu fallega sumarhúsi sem staðsett er á lítilli eyju fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð fær einfaldleikinn að njóta sín til fullnustu. Bæði veggir og innréttingar eru úr krossvið sem gefur húsinu skemmtilegt yfirbragð og hlýju. Ódýrar og sniðugar lausnir eru hafðar í fyrirrúmi eins og t.d bekkurinn í stofunni sem hefur verið sérsmíðaður úr krossvið, sömuleiðis eldhúsinnréttingin sem er að hluta til höfð opin. Takið eftir baujunum sem hanga í loftinu á ganginum við eldhúsið.
Arkitekt: Johannes hjá Norlander Arkitektur.
Ljósmyndir: Rasmus Norlander.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.