
Mae Engelgeer er hollenskur textílhönnuður sem býr og starfar í Amsterdam. Vörurnar hennar einkennast af fáguðum vinnubrögðum, skemmtilegum litasamsetningum og geometrískum munstrum. Má þar nefna innanstokksmuni á borð við dúka, ábreiður, púða, teppi, viskustykki, bolla ofl.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða meira af fallega handbragðinu hennar Mae Engelgeer er bent á heimasíðu hennar, sem hægt er að nálgast HÉR.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.