Fann borg undir húsinu sínu

Það gerðist árið 1963 að maður í Nevşehir héraði í Tyrklandi braut niður vegg á heimili sínu, í því skyni að breyta heimilinu. Það sem leyndist á bakvið vegginn var hinsvegar dularfullt herbergi og við það herbergi bættust svo við margbrotin göng með herbergjum hér og þar.

jjkpe-under-map

Það sem maðurinn hafði fundið var hin forna neðanjarðarborg Derinkuyu.

Göngin um borgina eru mjög vönduð og allt til alls. Loftræstingargöt eru á nokkrum stöðum, drykkjarbrunnar og fleira en það eru nokkrar álíka borgir á þessu svæði. Þessi borg hafði hinsvegar verið falin öldum saman.sso7l-derinkuyu-thdh-13

Derinkuyu er ekki elsta borg sem fundist hefur og ekki sú stærsta en hún er svo sannarlega sú dýpsta. Talið er að hún hafi verið notuð sem byrgi til að verja íbúa fyrir stríði eða náttúruhamförum.

rtaxo-derinkuyu-thdh-4

Það var rennandi vatn í borginni og þar mátti líka finna einstaklingsrými, verslanir, grafhýsi, vopnabúr, búfénað og flóttaleiðir úr göngunum. Það var meira að segja skóli í borginni.

pf4xq-derinkuyu-thdh-2

ktikx-derinkuyu-thdh-11

bj8do-derinkuyu-thdh-5

6pgf1-Derinkuyu-Underground-City2

SHARE