
Það er ekki á hverjum degi sem ungviðið finnst í áburðarpokum en maður nokkur, sem kallar sig Nadtacular, fann nokkra daga gamlan íkorna í poka fullum af lífrænum áburði. Í fyrstu vissi Nadtacular ekki hvaða tegund dýrið sem hann hélt á væri og taldi það vera mús eða jafnvel rottu og ákvað Nad að koma því til heilsu og bæta þessum litla unga við fjölskylduna.
Dýrið braggaðist vel og fljótlega kom í ljós að um íkorna væri að ræða og hændist íkornin mjög að Nad.
Þeir eru hinir mestu mátar og af myndunum að dæma verður þessi vinátta vonandi langlíf og falleg.