Ef maður „gúgglar“ hjónabandsráðgjöf fær maður margra tíma lestrarefni um málið. Það er líklega þannig í flestum hjónaböndum að það koma tímabil þegar manni finnst að eitthvað hafi farið úrskeiðis og það þurfi að laga. En það er ekki hægt að benda á einhverjar allsherjar lausnir. Hvert einasta hjónabandi er sérstakt rétt eins og hver einasta maneskja er sérstök. Þess vegna er ekki til ein lausn fyrir allt og alla. Hér eru nokkur ráð sem fólki eru gefin sem eru lítið hjálpleg.
1. Allt sem þér er sagt að geti gulltryggt þig gegn framhjáhaldi. Það er bara ekki hægt. Þú getur ekkert gert sem tryggir að maki þinn muni aldrei halda fram hjá. Þú getur verið uppstríluð að eldað handa honum fimm rétta máltíð og verið algjörlega fullkomin í bólinu og samt heldur hann framhjá. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk heldur framhjá og hvað sem þú heldur um ástæðurnar eru þær FÆSTAR þér að kenna. Fólk í góðum hjónaböndum heldur fram hjá. (Af hverju heldurðu að það vilji alls ekki að komist upp um framhjáhaldið ? Það er af því að það vill vera kyrrt í sínu hjónabandi!) Framhjáhald er oft einhverfskonar útrás- getur látið fólki finnast það hafi heilmikið vald eða það hreinlega nýtur auka adrenalíns sem það fær í ferlinu. Kannski er málið ekki flóknara en svo að fólk langar að leika sér með nýjum líkama! Niðurstaðan er, að ráð varðandi það hvernig maður getur „gulltryggt“ sambandi sitt veldur því bara að fólk hefur óraunhæfar væntingar. Ef það svo gerist að þinn fullkomni maki heldur fram hjá finnst þér það vera þér að kenna.
2. Farðu aldrei reið í rúmið. Þetta hef ég aldrei skilið. Sjáðu til, ef þið farið að rífast kl. 10 um kvöld skaltu bara fara upp í. Þú skalt ekki vera áfram á fótum að velta þér upp úr rifrildinu. Þú þarft ekki að láta það niður falla rétt eins og það hafi aldrei gerst bara til að komast í rúmið. Þú ert enn reið og reiðin mun gjósa upp seinna- sennilega þegar makinn er búinn að steingleyma ósættinu og skilur ekki af hverju þú ert reið. Oft er mjög gott að sofa á hlutunum, hefur þú aldrei heyrt sagt “Ég ætla að sofa á þessu” ? Það er ekkert að því að bíða með að gera málin upp. Þú gætir líka séð hlutina í allt öðru ljósi þegar þú vaknar næsta dag og verið hissa hvað þú gast orðið reið.
3. Stundaðu kynlíf þegar maki þinn vill. Mér finnst að það geti verið allt í lagi einstaka sinnum að hafa kynmök þegar makann langar til þó að maður sé sjálfur ekki spenntur fyrir því. En maður verður að vera sáttur við það. Ef maður er ekki sáttur á maður ekki að samþykkja. Ef það gerist oft að þig langar ekki að hafa kynmök við maka þinn bendir það til að eitthvað sé í ólagi. Þá þarf að athuga það mál. En þú ættir ekki að stunda kynlíf bara af því að einhvern annan langar til þess – nema þú sért sátt við slíkt ráðslag. Ef þú ert ekki sátt – ef til vill vilt þú ekki eiga kynmök af því þú ert reið við maka þinn- þá skalt þú ekki gera það
4. Vertu til í málamiðlanir. Málamiðlun er góður þáttur í samskiptum fólks. Heyrðu, við fengum okkur NING í gærkveldi, gætum við pantað pizzu í kvöld? o.s.frv. En þegar málamiðlunin snýst um gildismat okkar þurfum við að staldra við. Auk þess er eitthvað eins og það á ekki að vera ef þú ert sá aðilinn sem alltaf þarft að gera málamiðlun.
5. Farðu í meðferð. Sannleikurinn er sá að hjón fara yfirleitt ekki í hjónabandsráðgjöf fyrr en mikil óánægja hefur búið um sig, reiði og vandræði á báðar hliðar. Oft er meðferðin eins og eftirmæli um samband hjóna. Það er ekki sniðugt að búast við því að öll manns vandamál leysist með því að fara til hjónabandsráðgjafa, sem amk hér á landi eru oft sjálskiptaðir hjónabandsráðgjafar. Stundum hefur mér sýnst að meðferðin lengi bara í sambandi sem er í raun útbrunnið. En þið getið þó sagt að þið hafið reynt.
6. Skilnaður er ekki í boði. En sú víðáttuvitleysa. Skilnaður ætti alltaf að vera í boði. Ekki fyrsta val en möguleiki. Stundum eiga tvær manneskjur bara ekki saman lengur og það er öllum fyrir bestu, þar með töldum börnunum að leiðir skilji ef ástin hefur gufað upp. Miklu skiptir að vel sé að málum staðið og ekki verði vinslit. Fólk sem telur að skilnaður sé ekki og aldrei í boði tekur oft til mikilla óheillaráða t.d. sjálfsvígs. Það er erfitt að slíta samvistir en stundum er það hið eina rétta.
Hefur þú fengið einhver miður góð ráð í þínu hjónabandi?