Ef þetta er ekki ótrúlega fallegt og seiðandi, þá veit ég ekki hvað. Hvað gerist þegar ávextir og grænmeti eru sett gegnum sneiðmyndatöku og tekin upp á GIF myndir? Hvernig lítur laukur út í sneiðmyndatöku? Sellerí? Ferskja?
Sjá einnig: Gleypti tannburstann sinn – Erfitt að finna plast í röntgen
Hér má sjá svarið við þeirri spurningu, en þegar röntgentæknirinn Andy Ellison er ekki upptekinn við að bjarga mannslífum á háskólajsúkrahúsinu í Boston, tekur hann magnaðar sneiðmyndir af hversdagslegum hlutum og birtir á vefsíðu sinni – Inside Insides.
Hver segir að vísindin geti ekki verið skapandi? Þetta er glæsilega gert!
Laukur:
Ferskja:
Banani:
Hvítlaukur:
Hvítlaukur – ofanmynd:
Tómatur:
Maísstöngull:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.