ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS
Þegar þessir nýju covid dagar byrjuðu sá ég fram á góða daga, við þyrftum að halda okkur heima, ekki kaupa nesti og það yrði enn minna skutl og því gæti maður sparað þar bensínpeninginn, og allt þetta smáa sem telur svo fjótt.
Mikið hafði ég rangt fyrir mér þar. Nú er ég einstæð móðir og er öryrki, í dag er 14. apríl og ég á 20.000 krónur eftir að lanunum til að lifa til 30. apríl nk. En hvernig stendur á því? Við förum ekki neitt, við gerum ekki neitt og því hélt ég að við eyddum ekki neinu. Þegar málin eru skoðuð er það þannig að við eyðum miklu meira en áður.
Unglingnum leiðist og það “þarf” að kaupa einn nýjan leik svo hægt sé að spila eitthvað með strákunum svo honum leiðist ekki. Svo þarf aukapakka ofan á það svo hann geti verið á sama „leveli“ og allir hinir. Æ nei heyrnartólin eru biluð og þá þarf að redda því, því annars geta þeir ekki talað saman. Svo er það yngsti, auðvitað fær hann líka leik til að geta spilað í og svo kaupum við öpp sem hægt er að læra í og setja inná myndir svo hægt sé að sýna vinunum hvað er búið að vera að bralla.
Ekki getur nú örorku mamman leyft þeim að hanga bara alltaf í tölvu, og því kaupum við púsl, við kaupum spil, við kaupum perlur og allt það sem hægt er að gera með þeim á meðan við höngum heima. Það má ekki gleyma að taka það fram að matarkaup aukast næstum 3x, enda allir heima allan daginn og endalaust verið að ganga í ísskápinn, og það eru ekki bara börnin sem gera það.
Sjá einnig: Konur beita ofbeldi
Leiðin og dimman sækir svo á mann þegar dagarnir fara að líða og maður hefur ekki orku í að elda hádegismat og kvöldmat, því jú við erum kennarar líka með heimalærdóm uppá fleiri fleiri blaðsíður í hverri bók. Og þá endar það oft þannig að maður pantar á skyndibitastað og þar fer slatta peningur.
Fyrir mig viðurkenni ég að ég hef keypt mér leiki á símann minn svo ég get spilað, keypt dýrara andlitskrem en áður því, æ mig bara vantaði að gleðja mig smá. Ég er bara þessi venjulega kvíðatryllta mamma sem kann ekki að vera með allt á réttu róli og hvað þá þegar heimurinn er eins og hann er. Við getum skammast yfir launahækkunum hjá þeim eiga svo miklu meira en nóg – en höldum frekar áfram að berjast fyrir fólkið sem á ekki neitt, ég er nokkuð viss að svona sé staðan á ansi mörgum heimilum í dag. Ég næ að redda okkur kannski auka 4000 kr sem flöskum sem ég hef safnað, er það ekki normið í dag, safna þeim saman svo við náum að hafa allavega 2 heitar máltíðir í viku, núðlur hina dagana!
Áfram við – Áfram öryrkjar og aldraðir – það erum við sem þurfum á hærri “launum” að halda og auðvitað svo margir aðrir, ekki þingmenn!