Tískuverslunin Selfridges kom af stað herferð núna í mars undir nafninu Agender. Herferðin er byggð í kringum hugmyndina um kynlausa tísku og unisex fatnað sem er yfirhafin hefðbundnar tengingar fatnaðs við sérstakt kyn. Fatnaður og snyrtivörur frá Comme des Garçons, Jeremy Scott, Ann Demeulemeester og fleiri nöfnum sem ákveðið hafa að taka þátt í verkefninu eru seld úr sérstaklega hönnuðu rými innan Selfridges verslananna.
Agender rýmið er byggt með því markmiði að sýna engar tilvísanir í kyn svo viðskiptavinir skoði og velji það sem þeim finnst henta sér, óháð utanaðkomandi áhrifum frá merkingum. Til dæmis eru abstrakt skúlptúrar notaðir til þess að sýna fötin í stað gína. Hönnuður búðarinnar er Faye Toogood, en hún hefur unnið innsetningarverk og innréttingar fyrir stór nöfn á borð við Vivienne Westwood, Alexander McQueen og Kenzo.
Agender verslunargluggi
Unisex fatnaður og kynlaus eða “genderless” tíska sem hugtak er alls ekkert nýtt. Margir þekktir hönnuðir hafa gefið frá sér unisex línur í gegnum tíðina, til dæmis Yves Saint Laurent árið 2009 og nú Vivienne Westwood með nýjustu línuna sína fyrir haustið 2015/16. En hugtakið hefur verið mjög áberandi innan tískuheimsins undanfarið og virðist mörgum þykja tíminn vera núna til þess að rísa upp yfir hefðbundna skiptingu á tísku kvenna og karla með því að senda frá sér unisex línur og sýna fatnaðinn á alveg hlutlausan hátt í auglýsingaherferðum og á tískupöllunum. Í hugum margra eru pils og kjólar einungis ætlað konum og jakkaföt einungis ætluð körlum, en það á alls ekki við um alla. Því er hugmyndin bakvið Agender falleg og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.
YANG LI
COMME DES GARCONS SHIRT