Feðradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur í nóvember ár hvert á Íslandi, er þó rétt handan við hornið vestanhafs og þannig verður sunnudagurinn 15 júní helgaður feðrum víða um heim.
Af því tilefni eyddi breski ljósmyndarinn Dave Young þremur nóttum á göngum tveggja spítala; London Chelsea og Westminster og fylgdist grannt með viðbrögðum karla sem voru að bíða stóru stundarinnar; að eiginkonum þeirra yrði gert kleift að fæða börn þeirra í heiminn.
Afraksturinn birtist brátt í bókinni THE BOOK OF DADS sem gefin verður út af veffyrirtækinu THE BOOK OF EVERYONE en 50% söluágóða mun renna óskiptur til styrktar Bourne, sem eru bresk styrktarsamtök sem starfa í þágu fyrirbura og foreldra þeirra.
Fyrstu viðbrögð og alfyrstu orð nýbakaðra feðra eru á tíðum yndisleg:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.