Fyrir feðradagsauglýsingu sína leyfði Huggies bleyjufyrirtækið nokkrum verðandi feðrum að upplifa að hluta hvernig það er að vera ófrísk. Fyrirtækið Kimberly-Clark hannaði og bjó til meðgöngubelti fyrir pör sem áttu von á barni , beltið sem móðirin bar sá um að færa hreyfingar barnsins í móðurkviði yfir á belti sem faðirinn bar þannig að faðirinn gat einnig “fundið” barnið sparka.
Beltin sem eru eins og er ekki til sölu voru útbúin eingöngu fyrir Huggies auglýsinguna sem sýnd var í Suður Ameríku og í henni sjást raunveruleg pör prófa beltin á spítalanum í Buenos Aires. Beltin eru með rafeindaskynjurum og LED ljósum.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðbrögð nokkurra feðra.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”KhkRLG7khWg”]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.