Nicki Minaj og Beyoncé hafa verið að starfa á laun í stúdíói og nú hefur leki úr herbúðum Nicki skilað smellinum Feeling Myself í hljóðútgáfu á YouTube.
Sjóðheitur smellur sem lýsir í raun upplifan sjálfrar Beyoncé af útgáfu sjálftitlaðrar plötu hennar en drottningin sjálf syngur:
Changed the game when that digital dropped
Know where you was when that digital popped
I stopped the world
Male of female, it make no difference
I stopped the world
Leikur enginn vafi á því að hér er Beyoncé að syngja sjálf um útgáfu The Visual Album sem kom út öllum að óvörum og gerði bókstaflega allt kolvitlaust í tónlistarheiminum fyrir síðustu jól, en Nicki er enginn eftirbátur Beyoncé í sjálfshólinu og syngur þannig um ævilangan draum sinn, sem hefur ávallt snúist um að verða drottning rapptónlistar (sem hún og er í dag):
I am a rap legend just ask the kings of rap
Smart smellur sem á eftir að óma víða á næstu vikum, hér í hljóðútgáfu sem lekið var árla fimmtudagsmorguns:
Tengdar greinar:
ONLY: Ný smáskífa Nicki Minaj óður til nasisma Hitlers?
Nicki Minaj og Beyoncé (ólett af öðru barni) troða upp í París
Berar allt: Hefur Nicki Minaj loks gengið of langt?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.