Það getur verið freistandi að fjárfesta í rándýrum maska og kremum sem eiga að gera kraftaverk fyrir útlitið. En stundum má nota það sem hendi er næst til þess að fríska upp á húð og hár og það þarf ekki að kosta formúu.
–Avokadó er frábært til þess að nota í andlitsmaska. Stappaðu avokadó, heitu vatni og hunangi saman og smyrðu á andlitið. Leyfðu þessu að næra andlitið í nokkrar mínútur og skolaðu það síðan vel með volgu vatni.
–Gamla góða trixið með gúrkusneiðarnar er alltaf klassískt til þess að fríska upp á augnsvæðið en kældir tepokar með svörtu tei eru líka vel brúklegir til þess að draga úr baugum og þrota.
–Settu olífuolíu í baðið, 1-2 matskeiðar. Gerir sama gagn og dýrar baðolíur. Þú getur sett dropa af náttúrulegri ilmkjarnaolíu til þess að fá smávegis ilm.
–Búðu til líkams/andlitsskrúbb með sykri, hunangi og kókosolíu. Einnig geturðu notað blöndu af haframjöli, sítrónusafa og hunangi.
–Eplaedik má nota tvisvar í mánuði til þess að hreinsa eiturefni sem safnast upp í hárinu. Eplaedik má einnig nota sem tóner fyrir andlitið, það styrkir húðina og minnkar svitaholur.
–Smyrðu kókosolíu á þig alla/n og þú verður mjúku/ur sem barnsrass. Hana má líka setja í baðið, á andlitið og nota sem djúpnæringu fyrir hárið
Heimildir: Fréttatíminn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.