Skiptir það máli hvað öðrum finnst? Verður þú ástfangin/nn af manneskju eingöngu vegna útlitsins? Elskar þú maka þinn eins og hann er eða fer það eftir því hvað þú sérð? Það eru alltof margir sem dæma bókina án þess að svo mikið sem að kanna það um hvað hún er.
Sjá einnig: Hætti að borða eftir að kærastinn hætti með henni
Nýtt æði á Facebook hefur nú gert vart við sig – allskonar pör deila með umheiminum myndum af sér, þar sem þau vilja vekja athygli á því að það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig þau líta út saman í augum annarra. Með því vilja þau benda okkur á mikilvægi þess að dæma ekki áður en við horfum inn og skoðum hvað manneskjan hefur að geyma. Eftir allt saman þarf maður að vera vel gerður að innan til að ytra byrðið standi undir sér til lengri tíma.
Þar sem það byrjaði allt: Ashley birti mynd af sér og Cristopher og lét fólk vita af því að henni fyndist kærasti sinn fullkominn eins og hann er.
Skemmta sér vel: Þau eru hamingjusöm og hún vill ekki heyra það að fólk kalli kærasta sinn of feitan.
“Ég er góður, skemmtilegur og elskulegur maður” segir Shawn Grant þegar hann segir frá því hvernig hann náði í eiginkonu sína.
“Hann er með hjarta úr gulli” segir Charline um unnusta sinn.
“Ég myndi ekki vilja hafa hann öðruvísi” segir hún þegar fólk segir að kærasti hennar sé að verða of feitur.
“Stuttur og góður” segir hún um kærasta sinn til 5 ára.
“Ég er svo ástfangin af sálufélaga mínum” segir hún.
“Við elskum hvort annað skilyrðislaust” segir þetta par til 6 ára.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.