Fékk að heyra hjarta dóttur sinnar slá í seinasta sinn

Eftir að Taylor lenti í hræðilegu skíðaslysi tóku foreldrar hennar þá erfiðu ákvörðun að gefa líffæri hennar til þeirra sem þyrftu á þeim að halda.

Sú líffæragjöf varð til þess að tveggja barna móðir, sem hafði barist við hjartasjúkdóm í næstum 5 ár, eignaðist nýtt líf. Hún var veikburða, þreytt og uppgefin þegar hún fékk „nýja“ hjartað.

Stuttu eftir aðgerðina hitti móðir Taylor konuna sem fékk hjartað að gjöf. Ótrúlega fallegt augnablik og móðir Taylor fær að heyra hjarta „dóttur sinnar“ slá í öðrum líkama.

SHARE